Fara í efni

Joserabúðin - Um okkur


Joserabúðin er gæludýrabúð staðsett í Ögurhvarfi 2 í Kópavogi. Við seljum gæludýrafóður og gæludýravörur og bjóðum einnig uppá afnot af hundabaðsaðstöðu þar sem að þú getur komið með ferfætlinginn þinn í heimsókn og þrifið hann og skolað.

Joserabúðin dregur nafn sitt af þýska gæludýrafóðrinu Josera og má því sannarlega segja að við séum stoltur söluaðili þess ásamt fleiri gæludýravörum.

Josera er fjölskyldufyrirtæki frá Odenwald héraðinu í Þýskalandi og hafa þeir verið sérfræðingar í úrvals gæludýrafóðri í yfir 75 ár. Heilbrigði dýranna er í forgangi hjá Josera . Hráefnin sem notuð eru sem og fullunnu vörurnar eru vandlega prófuð. Uppskriftirnar eru án hveitis og soja, án gervi-, litar-, bragð- og rotvarnarefna, engin erfðabreytt hráefni og án sykurs og mjólkurvara.

Vantar þig ráðleggingar varðandi fóðurgjöf? Hjá okkur starfa sérfræðingar í bransanum og eru boðnir og búnir til þess að aðstoða þig, hvort sem það er varðandi fóðurgjöf, hvernig best er að tryggja öryggi dýranna okkar í bíl, hvaða dót hentar naggrísnum þínum best, hvernig sand kisinn þinn vill, hvaða hneggjandi fóður hesturinn þinn þarfnast og hvernig fóður hænan þín þarf.

Við gerum okkar besta og hlökkum til að fá þig í heimsókn hvort sem það er í búðina til okkar eða hingað á vefinn.