Fara í efni

Karfan þín

Karfan er tóm.

Vörunúmer: dr6053

Dr. Seidel Aðlögunar Gufutæki - Kettir

Verðm/vsk
5.146 kr.

Magn: 37 mL

Dr. Seidel Aðlögunar gufa fyrir ketti er háþróuð efnablanda með innihaldsefnum sem virka sem hegðunarhjálpartæki. Það hefur róandi áhrif á ketti. Það inniheldur samsetningu af náttúrulegum efnum sem hafa áhrif á hegðun dýra svipað og kattaferómónar gera. Notkun vörunnar eykur áhrif atferlismeðferðar gífurlega. Það veitir kettinum öryggistilfinningu og auðveldar aðlögun í nýju umhverfi. Hentar köttum og kettlingum á öllum aldri. 

Hjálpar til við að koma í veg fyrir hegðunarvandamál af völdum streitu eða kvíða í fullorðnum köttum (þvagmerkingar, klóra húsgögn, óhóflegur pirringur, sleikingar og raddbeitingar). Hjálpar til við að stjórna og draga úr streitu í aðstæðum sem eru erfiðar fyrir ketti á öllum aldri (aðskilnaður kettlingar frá móður, breyting á umhverfi, dýralæknis heimsóknir, gisting á kattahóteli, ferðalög, nýr fjölskyldumeðlimur, aðskilnaðarkvíði, þrumuveður, flugeldasprengingar o.s.frv.)

Verðm/vsk
5.146 kr.

Innihald : Paraffin olía 70%, max 30% af samsetningunni af fitusýrum og esterum eru af náttúrulegum uppruna, inniheldur meðal annarra efna methyl palmitate (13-24% í hreinni blöndu), trímetýlamín, valerían extrakt 0,05%. Samsetningin samsvarar blöndunni sem hefur verið þekkt síðan 1996, sem lýst er í Evrópsku einkaleyfi EP0724832.

Þegar gufaranum er stungið í samband hitnar hann og losar frá sér róandi gufu. Einn gufari þekur 50-70 m2.

Gufutækið er virkt í 30 daga. Til að ná sem bestum árangri er best að hafa tækið í sambandi allan tímann þar til það rennur út. Áhrif koma fram á fyrstu 24 klst eftir að því er stungið í samband. 

Notkunarleiðbeiningar :
Taktu lokið af vökvaílátinu. Festu tengibúnaðinn við ílátið með því að snúa og stingdu tækinu svo í samband. Hafið tækið í herberginu þar sem kötturinn dvelur venjulega.